-
Ef þú ert með vöntun á glerung eins og bera tannhálsa, slitna bitkanta eða glerungsgalla.
-
Ef þú ert með byrjunarskemmdir.
-
Ef þú ert með munnþurrk, viðkvæmt tannhold, eða tannholdsbólgur.
-
Einnig er gott að nota ApaCare® vörurnar til að fyrirbyggja þessi einkenni ef þau eru ekki til staðar.
ApaCare® vörurnar innihalda Hydroxy apatite sem stundum er kallað fljðótandi glerungur. Allar vörur ApaCare® innihalda þetta efni í mismiklu magni og notast eftir því hvaða áhrifum leitast er eftir. Fljótandi glerungur og flúor blandast saman við munnvatn, umlykur yfirborð tannana og myndar um leið verndandi filmu. Apatite kristallarnir leysast úr þessari verndarfilmu inn í glerunginn og byggir hann upp. Hann getur lagað byrjunarskemmdir, lítilvæga glerungsgalla, sprungur og óþéttni. Tennurnar verða bjartari þegar glerungurinn þéttist, slitnir bitkantar hætta að vera hrjúfir, berir tannhálsar verða ekki eins viðkvæmir og tennur þorna síður. Filman hjálpar til ef munnvatn er af skornum skammti að vernda tennurnar. Þurrkur gerir tennur berskjaldaðar fyrir tannsýklu.
Af hverju ætti ég að nota ApaCare® vörurnar?
Velkomin á síðu ApaCare
Glerungur er ysta lag tannana, hann er harðasti og steinefnaríkasti hluti líkamans og samanstendur að mestu af apatite kristöllum.
Tennur verða fyrir miklu áreiti dagsdaglega. Matur og drykkur hefur oft hátt sýrustig sem liggur á glerungi tannanna og tærir yfirborðið. Við gnístum sum tönnum sem veldur sliti og oft kvarnast úr tönnunum og stundum myndast fínar sprungur í glerungnum.
Einnig eyðist glerungur við að tyggja suma fæðu. Sumir bursta í burtu glerung og tannhold sem veldur viðkvæmni, Glerungur tanna þynnist stöðugt við þetta áreiti og tennur missa bjarta ásýnd sína. Þær gulna jafnvel og verða mislitar. Skemmdir í tönnum myndast við endurteknar sýruárásir á glerunginn og tannsýkla kemst á endanum að tannbeininu.
Verndarfilman sem byggist upp við notkun ApaCare® fyllir upp í glufur og hrjúfleika og minnka þannig líkur á tannskemmdum, laga byrjunartannskemmdir og létta á kuli og öðrum óþægindum.
OraLactin línan er byggð upp eins og Apa Care línan nema inniheldur einnig forgerla og stoðgerla sem næra heilbrigða munnflóru.
Tannkrem með góðgerla fyrir bætta munnheilsu
-
Forgerlar og stoðgerlar næra góðu bakteríurnar í munninum. Munnskolið er ekki bakteríudrepandi svo það hlífir þeim bakteríum sem eru nauðsynlegar í munnholinu til að viðhalda góðri flóru.
-
Hydroxy apatite og flúor bindast saman í munnvatninu og mynda verdarfilmu sem byggir upp glerung tanna og sléttir yfirborð.
-
Verndarfilman sem myndast hjálpar munnvatni að halda tönnum rökum og minnkar þar af leiðandi líkur á tannsýklu.
-
Þessi tvenna, OraLactin munnskol og OraLactin tannkrem hjálpar til við að halda tönnum, tannholdi og munnvatni í góðu jafnvægi.
Með reglulegri notkun munnskolsins styrkir þú heilbrigða bakteríuflóru í munni. Það inniheldur L Arginine sem er aminósýra sem vinnur gegn viðkvæmni tanna. Einnig inniheldur það Hyaluronic sýru sem vinnur gegn bólgum og flýtir fyrir gróanda í munni. Einnig inniheldur það Potassium nitrat og Flúor. Hentar fullorðnum og börnum eldri en 3 ára. Notist tvisvar á dag eftir tannburstun.
Munnskolið
-
Flýtir fyrir gróanda í munni
-
Vinnur gegn viðkvæmni í tönnum
-
Léttir á bólgum í tannholdi
-
Byggir upp glerung tanna og myndar varnarhimnu
Sonic 3D
Rafmagnstannbursti
ApaCare Sonic 3D tannburstinn var þróaður af tannlæknum.
Hann veitir áhrifaríka hreinsun tanna og tannholds, implanta, teina og heilgóma.
Hann hefur 5 mismunandi kerfi:
-
Clean: Almenn stilling
-
White: Lýsingarprógram, sérstaklega fyrir þá sem drekka kaffi eða reykja.
-
Polish: Notist sérstaklega með Polish slípikremi frá Apa Care 1-2 sinnum í viku.
-
GumCare: Til að bursta góminn varlega.
-
Sensitive: Vægari stilling fyrir viðkvæma og eða börn.
Lithium-ion batterí með mjög góða endingu.
Tveggja mínútna tímastillir með 30 sek. lotum. Ein lota fyrir hvern fjórðung tanna.
Falleg hönnun og auðvelt að þrífa.
USB hleðslustöð fylgir ásamt tveimur 3D burstahausum og hlífumfyrir þá.